Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1078  —  480. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.



    Að svo stöddu er minni hlutinn andvígur því að Orkubúi Vestfjarða verði breytt í hlutafélag. Af umfjöllun um málið í þinginu og í nefnd er ljóst að áform um sölu fyrirtækisins með sérstökum samningi við ríkisstjórnina grundvallast á því að söluandvirði þess verði nýtt til þess að greiða niður skuldir sveitarfélaga á Vestfjörðum og þá ekki síst að leysa þann vanda sem til er orðinn vegna félagslega íbúðakerfisins.
    Einnig er afar óljóst hvort mat fyrirtækisins upp á 4,6 milljarða kr. er rétt. Í því sambandi má nefna að árið 1999 var eigið fé fyrirtækisins 3.984.424 kr. Þegar til framtíðar er litið er óvissa um verðmæti fyrirtækisins ávísun á dýrari orku, en ljóst er að Rarik áformar að samræma orkuverð á Vestfjörðum og almenna gjaldskrá sína. Þetta þýðir í reynd hækkun orkuverðs fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Vestfjörðum.
    Með tilliti til þeirra vandamála sem Vestfirðingar standa frammi fyrir hvað varðar búsetumál, skuldastöðu og slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna telur minni hlutinn að leysa beri fjárhagsvanda sveitarfélaga á Vestfjörðum með beinni þátttöku ríkisins. Að þeirri vinnu lokinni telur minni hlutinn fyllilega koma til greina að gera Orkubú Vestfjarða að hlutafélagi.

Alþingi, 3. apríl 2001.



Árni Steinar Jóhannsson.